Sigursveinn Bjarni Jónsson og Guðmundur Gísli Gunnarsson

Mummi heiðraður fyrir 200 leiki

Guðmundur Gísli Gunnarsson, Mummi, var heiðraður fyrir leikinn gegn Úlfunum í gærkvöldi. Í síðustu umferð lék Mummi sinn 200 leik fyrir meistaraflokk Reynis í Sandgerði. Þess má geta að í þessum 200 leikjum hefur Mummi gert sér lítið fyrir og skorað 70 mörk í öllum regnbogans litum. Knattspyrnudeild Reynis óskar Mumma til hamingju með áfangann

Lesa meira →

Barna- og unglingaráðið Knattspyrnudeildar Reynis Sandgerði - Happdrætti

Happdrætti – Ertu búin/búinn að tryggja þér miða?

Barna- og unglingaráðið Knattspyrnudeildar Reynis Sandgerði stendur fyrir happdrætti þar sem margir glæsilegir vinningar eru í boði. Takmarkað magn miða er í boði og því mikilvægt að tryggja sér miða.  Aðeins dregið úr seldum miðum. Endilega látið okkur vita ef þið viljið frá miða á aðeins 1000kr og um leið styrkja gott málefni. Kær kveðja

Lesa meira →

Afturelding með yfirburða sigur gegn Reyni

Reynismenn léku sinn þriðja leik þetta árið í B-deild Lengjubikarnum í fótbolta þegar þeir heimsóttu Aftureldingu á N1-völlinn að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og lauk með 8-2 ósigri í Mosfellsbænum. Það voru Magni og Pétur sem skoruðu mörk Reynis í sitthvorum hálfleiknum. Afturelding 8 – 2 Reynir 1-0 Sjálfsmark 2-0

Lesa meira →